Brunnurinn í Pintiagou
Skömmu eftir stofnun félagsins var farið að huga að verkefnum. Í dreifðu byggðum Burkina Faso vantar víða brunna, ekki síst brunna sem gefa vatn allt þurrka tímabilið. Pintiagou er um sjö km. frá Liptougou stærri bæ þar sem stjórnsýsla fyrir svæðið hefur aðsettur. Leitað var tilboða i verkið og af athuguðu máli var Geofor fyrirtækið i Ouagadougou fyrir valinu. Þetta var um mitt ár 2013. Félagið hóf þegar söfnun en áælaður kostnaður var tæp ein og hálf milljón isl. kr. Markmiðið var að klára málið um mánaðarmót nóv-des á því ári. Fulltúar félasins, þeir Finnbogi og Souleymane fóru til að fylgja verkefninu eftir í byrjun desember. Skömmu eftir áramót var búið að bora en eftir að koma dæluni fyrir. Í Febrúar 2014 var síðan allt klárt og lífsgæði þeirra sem búa í nágrenninu bötnuðu verulega.
Skólaborð í Tancumi
Þegar þeir Souleymane og Finnbogi fóru til Burkina Faso í des. 2013 komu þeir í skóla á stað sem heitir Tancumi. Þar þótti þeim virkilega slæmur aðbúnaður. Skólaborðin voru ekki annað en einhverskonar prik á járn stöndum, greinilega upphaflega ætlað í allt annað. Skólastofurnar eru tvær. Önnur hlaðin úr leirsteini, hin ekki annað en sólskýli afmarkað með lágum veggjum.
Síðla árs 2014 hóf félagið söfnun fyrir borðum sem áttu að vera 30 talsins með áföstum bekkjum. Einnig tvö kennaraborð ásamt stólum. Í kringum áramótin var makmiðinu náð og borðin voru smíðuð í Bogande bæ í um 80 km frá. Borðin voru flutt á staðinn í maí 2015 og afhent skólanum.
Foreldrar og aðstandendur skólans komu saman að þessu tilefni og sendu okkur hlýjar kveðjur og mikið þakklæti. Við hjá Fasofélaginu þökkum öllum þeim sem lögðu okkur lið við þetta verkefni.