top of page
185.JPG

Fasófélagið -Ísland

Búrkína Fasó

 

Síðan 2015 hefur Búrkína Fasó, land sem hefur notið friðar í mörg ár, staðið frammi fyrir tíðum árásum jihadista. Hryðjuverkaárásir hafa aukist um 2000% á Sahel svæðinu síðustu 15 ár.

Yfir 20.000 manns hafa verið drepin síðan hryðjuverkahópar byrjuðu árásr í landinu. Einnig er yfir tvær milljónir manna á flótta innanlands. Margir aðrir hafa flúið yfir landamæri til Gana og Fílabreinsstrandarinnar. Margir þurfa að skilja eftir eigur sínar, akra og búfénað. Þetta veldur fæðu óöryggi og eykur fátækt í landinu. 

Yfir sex þúsund skólum hefur verið lokað með þeim afleiðingum að yfir ein milljón barna hefur engan aðgang að menntun í dag. 

Margar kirkjur og ýmsar opinberar stofnanir hafa verið lokaðar vegna ofbeldis og hótana frá hryðjuverkahópum


Við í Fasófélaginu höfum það markmið að styðja við íbúa landsins og valdefla það.

 

Frá 2023 höfum við lagt áherslu á að hjálpa fólki sem er á flótta innanlands, styðja við ungmenni í námi og veita konum atvinnutækifæri.

 

Við bjóðum þér að taka þátt með okkur og rétta þeim hjálparhönd sem eru í neyð sérstaklega þeim sem eru í austur og norðurhluta landsins. 

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að gefa en afraksturinn af því breytir lífi margra og hefur áhrif á komandi kynslóðir.  

Burkina 2004-2005 028_edited.jpg
received_223541109426034.jpeg

Um okkur

Kynntu þér betur tilgang Fasófélagsins

received_512270356859569.jpeg

Búrkína Fasó myndir

Verkefnum lokið

Hafðu samband 

Ef þú vilt frekari upplýsingar eða hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband

411_edited_edited.jpg
bottom of page